Frábært tjaldsvæði


Á svæðinu er stór tjaldmiðstöð sem gestir hafa frían aðgang að.  Þar eru snyrtingar, sturtur, eldunaraðstaða og matsalur. Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum, losa vatnstanka sem og slanga til að fylla á neysluvatn. Þvottavél, þurrkari og heitur pottur eru á svæðinu.

 

Velkomin á eitt besta tjaldsvæði landsins!

 

Verð

Fullorðnir                       1.500

Börn 13 - 15 ára               750 

Börn 12 ára og yngri      frítt

Rafmagn                         700

 


Notaleg gisting


Gesthús Selfossi er hlýlegur gististaður fyrir ferðamenn sem fara um Suðurland. 

Gesthús  Selfossi er þyrping 11 hlýlegra parhúsa sem kúra í skóginum.  Í hverju húsi eru tvö sjálfstæð gistirými.  Alls eru því 22 herbergi sem hvert um sig getur hýst 1-3 gesti  eða hjón með tvö ung börn.  Í hverju herbergi eru uppábúin rúm, eldunaraðstaða, ísskápur og baðherbergi með sturtu.  Gestir okkar hafa aðgang að tveimur heitum pottum sem staðsettir eru við þjónustumiðstöðina.  Pottarnir eru opnir frá kl. 18 - 23 alla daga þegar veður leyfir.  

 

Í þjónustumiðstöð er framreiddur glæsilegur morgunmatur alla daga frá 8:00 - 10:00. 

Hópar geta fengið kvöldverð.  

 

Við munum taka vel á móti ykkur, verið velkomin.

 

Starfsfólk Gesthúsa Selfossi


Stutt í náttúruperlur


Við erum staðsett í hjarta Selfoss á yndislegu útivistarsvæði.  Við köllum okkur gjarnan "stjörnu Suðurlands" því frá okkur er stutt í alla helstu ferðamannastaði á Suðurlandi. Við erum til dæmis nálægt Gullfossi, Geysi, Skógum, Vík, Heklu og Mýrdalsjökli. 

 

Við getum aðstoðað þig við að bóka ferðir og finna skemmtilega staði til að heimsækja. Meðal annars eru hesta-, jeppa- og gönguferðir vinsælar hjá okkar gestum. 

 

Við viljum gjarnan hjálpa þér að gera ferðalagið skemmtilegra! 

  Þetta erum við...

Við erum Lísa og Óli og við erum einstaklega heppin að reka gistiheimili á þessum fallega stað á Íslandi. Gesthús Selfossi er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í okkar eigu í 11 ár. Markmið okkar eru einföld; Við vitum hversu stórbrotin og mögnuð náttúra Íslands er og við viljum hjálpa gestum okkar að búa til ógleymanlega upplifun með þægilegu og vinalegu andrúmslofti þar sem afslöppun er í hávegum höfð. 

 

Verið hjartanlega velkomin!