afþreying


Selfoss er frábær staður fyrir ferðalanga enda fallegur bær og margt að skoða í nágrenninu. Selfossbær tilheyrir sveitarfélaginu Árborg en 8.000 manns eru búsettir í bænum. Okkur langar til að benda ykkur á hina ýmsu staði sem okkur finnst skemmtilegt að heimsækja og eyða frítíma okkar á. Hægt er að heimsækja heimasíður fyrirtækjanna með því að smella á hnappinn með nafni viðkomandi. 

 

Viðburðir

Skemmtilega dagskrá má finna á árlegum viðburðum sem haldnir eru á Selfossi en meðal þeirra eru Sumar á Selfossi, Kótelettan, Fornbílahelgin, 17. júní, Vor í árborg og Veiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá. Margt fleira er um að vera á Selfossi og nágrenni, en hér má sjá yfirlit yfir helstu viðburði á Suðurlandi. 

 


Fákasel hestaleikhús

Í Fákaseli er saga íslenska hestsins sýnd á töfrandi hátt. Sýningin er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og á staðnum er einnig rekið veitingahús og verslun.


Draugasetrið

Upplifið heimkynni álfa og trölla og sjáið norðurljósin í allri sinni dýrð. 


Flóahreppur

Flóahreppur er falleg og friðsæl sveit sem nær yfir austanverðan Flóann. Gaman er að eyða degi í Flóanum og heimsækja eftirfarandi staði:

Þingborg ullarvörur

Íslenski torfbærinn

Tré og list - Forsæti

Sveitabúðin Sóley

Urriðafoss

Flóaáveitan

Hraungerðiskirkja

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Flóahrepps.


Hestaleigur

Sólhestar                      www.solhestar.is

Núpshestar                  www.nupshestar.is

Kálfholt                        www.kalfholt.is

The Icelandic Horse   www.iceworld.is


Náttúra

Gönguferð og bað í Reykjadalsá, Hveragerði

Fjöruferð á Stokkseyri / Eyrarbakka

Gönguferð að hellinum í Hellisskógi á Selfossi

Fjallganga á Ingólfsfjall

Dorga í Þorlákshöfn

Veiði í Ölfusá og Vola

Tryggvaskáli veitingastaður

Tryggvaskáli er í elsta húsi bæjarins og er talinn besti veitingastaðurinn á Selfossi af mörgum bæjarbúum. 


Sundhöll Selfoss

Sund er góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sundlaugin var stækkuð sumarið 2015 og öll aðstaða er nú til fyrirmyndar. 


Surf & turf veitingastaður

Steikhús með fjölbreytt úrval rétta á hagstæðu verði. Í boði eru hamborgarar, pizzur, sjávarréttir, steikur ofl. Surf & Turf er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Gesthúsum. 


Söfn

Bobby Fischer setrið Selfossi                www.fischersetur.is 

Veiðisafnið Stokkseyri                           www.hunting.is

Byggðasafn Árnesinga Eyrarbakka       www.husid.com

Þingborg ullarvinnsla                             www.thingborg.net


skemmtun

Selfossbíó                 www.selfossbio.is