Gisting í smáhýsi eða sumarhúsi


Gesthús Selfossi bjóða upp á gistingu í smáhýsum og sumarhúsum allt árið um kring. Hægt er að panta gistingu hér á síðunni eða hafa samband með tölvupósti eða símleiðis. 

Smáhýsi


Í Gesthúsum eru 22 smáhýsi sem öll eru með baðherbergi, eldunaraðstöðu og uppábúnum rúmum. Smáhýsin henta vel fyrir 1 - 3 fullorðna einstaklinga eða fjölskyldu með tvö lítil börn. Smáhýsin eru staðsett inni í skóginum í kyrrlátu og rólegu umhverfi.  Andrúmslofið í smáhýsunum er afslappað og heimilislegt. 

 

Í eldhúsinu eru eldavélarhellur, ísskápur, pottar, eldunaráhöld, borðbúnaður fyrir 4 og hraðsuðuketill. 

Inni á baðherbergi er sturta, salerni, handlaug og handklæði.

Gestir í smáhýsum hafa frían aðgang að heitum pottum sem staðsettir eru við þjónustumiðstöð ásamt aðgangi að þvottavél og þurrkara. 

 

Gestir geta keypt morgunverð í þjónustumiðstöð sem borinn er fram frá 8 - 10 alla daga. 


Myndir af smáhýsum


Sumarhús


Árið 2014 voru tvö sumarhús byggð hjá Gesthúsum Selfossi. Sumarhúsin eru hvort um sig 50 m2 og eru frábærlega búin. Í þeim eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Í stofunni er  svefnsófi þannig að sumarhúsin rúma 4-6 einstaklinga. Fyrir utan er pallur með fallegri verönd, sólhúsgögnum og heitum potti sem að gestir hafa til einkanota. 

 

Húsin eru búin helstu eldhúsáhöldum, eldavél, bakaraofni, ísskápi, pottum, pönnu, borðbúnaði fyrir 6, brauðrist og hraðsuðukatli. 

Baðherbergið er með sturtu, salerni, handlaug og handklæðum. Gengið er út úr baðherberginu út á verönd þar sem er heitur pottur.

 

Gestir í sumarhúsum hafa frían aðgang að þvottavél og þurrkara.

 

Morgunverðarhlaðborð er í þjónustumiðstöð alla daga frá kl. 8:00 - 10:00 yfir sumarmánuðina.  

Myndir af sumarhúsum