glæsileg aðstaða


Tjaldsvæði Gesthúsa er stórt og fallegt. Aðstaða er til fyrirmyndar og staðsetningin frábær. Mikil veðursæld er á svæðinu þar sem jaðrar þess eru skógi vaxnir. Gestir hafa aðgang að góðri tjaldmiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldurnaraðstöðu og stórum matsal. Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum, losa vatnstanka sem og slanga til að fylla á neysluvatn. Í og við þjónustumiðstöðina er í boði frítt þráðlaust internet.

 

Svæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar svæði fyrir tjöld og hins vegar svæði fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Rafmagnstenglarnir eru 40 talsins og eru staðsettir utan með svæðinu.  Á vagnasvæðinu eru rólur fyrir börn og Grýlupottar sem þykja vinsælir hjá yngri kynslóðinni.

 

Tjaldsvæðið er staðsett í göngufæri við miðbæinn, sundlaugina, íþróttavöllinn, veitingastaði og matvöruverslun. 

 

Heitir pottar eru á svæðinu og standa gestum til boða gegn vægu gjaldi. Í þjónustumiðstöð er seldur morgunverður frá 8-10 alla daga á sumrin og þar er einnig hægt að kaupa kaffi, gos og vínveitingar. 

 

Tjaldsvæðið er opið allt árið.

 

Verðskrá 2018


Fullorðinn + tjald/hjólhýsi         2000 kr

auka manneskja                          1500 kr.

Börn 13 - 15 ára                             800  kr.

Börn 12 ára og yngri      frítt

 

Rafmagn                          800 kr.

Þvottavél                          800 kr

þurrkari                            800 kr

Heitur pottur                   300 kr

Morgunverður                1.700 kr

 

 




Hér er hægt að sjá video af tjaldsvæðinu.