Gesthús Selfossi


Gesthús Selfossi er rótgróið fyrirtæki í hjarta Selfoss, staðsett við Engjaveg 56.  Svæðið er aflokað af háum trjám sem veita gott skjól.  Það er merkilegt að sjá hvað skógrækt getur breytt miklu á stuttum tíma.  Við segjum stundum að við séum best varðveittasta leyndarmál Selfoss. Við erum stolt af því sem við höfum upp á að bjóða. Við bjóðum gistingu í 11 parhúsum sem staðsett eru í fallegum skógi svo í raun bjóðum við uppá 22 herbergi.  Í hverju herbergi er gisting fyrir 1 - 3 fullorðna eða  par með tvö ung börn.  Í húsunum er lítið eldhús, wc með sturtu og uppbúin rúm.  Gestir hafa frían aðgang að heitum pottum sem eru staðsettir við þjónustumiðstöð.

 

Árið 2014 tókum við í notkun tvö glæsileg 50 m2 sumarhús.  Þar er pláss fyrir 6 manns.  Húsin kúra í skóginum sem gefur gott skjól og yndislega upplifun.  Við húsin eru heitir pottar til einkaafnota fyrir gesti. 

 

Tjaldsvæði Gesthúsa er glæsilegt.  Svæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar svæði fyrir tjöld og hins vegar svæði fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Á vagnasvæðinu eru rólur fyrir börn og grýlupottar sem þykja vinsælir hjá yngri kynslóðinni. Á svæðinu er stór tjaldmiðstöð sem gestir hafa frían aðgang að.  Þar eru snyrtingar, sturtur, eldunaraðstaða og matsalur. Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum, losa vatnstanka sem og slanga til að fylla á neysluvatn. 

þetta erum við systkininsmári


Smári

Er menntaður kjötiðnaðarmaður en gafst upp á kjötinu og gengur nú um svæðið með hamar og skrúfjárn í hönd. Þegar Smári verður orðinn nógu ríkur ætlar hann að breyta tjaldsvæðinu í golfvöll fyrir sjálfan sig.  Smári er lykilmaður hjá Gesthúsum enda lagar hann allt sem bilar og er einstaklega hjálpsamur við ferðamenn.  

Nonni

 

Er þúsundþjalasmiður.  Hann smíðar, lagar og eldar mat.  Nonni lagar heimsins bestu súpur, þar er hann snillingur þó ég segi sjálf frá.  Nonni hefur einstaklega gaman af því að hjálpa gestunum okkar þegar þeir eru búnir að festa sig í snjónum (eða drullunni)  hann er nefninlega með bíladellu enda frá bílabænum Selfoss

                     Lísa

Lísu er margt til lista lagt en hún er mikil spunakona, ullarframleiðandi, veflistakona og svo mætti lengi telja. Lísa er menntaður kennari en hún gaf skít í kennaralaunin og ætlar sér stóra hluti í ullarframleiðslu.

Lísa talar fullt af tungumálum og eldar himneskan mat. Lísa elskar að taka á móti gestum og þið getið spurt hana um hvað sem er.Svæðið